13/09/2024

Skráning í gagnagrunn Ferðamálastofu

Upplýsingamiðstöðin á Hólmavík hvetur aðstandendur ferðafyrirtækja á Ströndum eindregið til að skrá þau eða yfirfara upplýsingar um þau í gagnagrunni Ferðamálastofu, en nú er í gangi uppfærsla á þeim gagnagrunni fyrir árið 2007. Þarna kemur t.d. fram opnunartími hjá fyrirtækjum ásamt grunnupplýsingum eins og heimilisfang, símanúmer, tölvupóstfang og heimasíða, auk upplýsinga um verðskrá og aðgangseyri eftir því sem við á. Mjög mikilvægt er fyrir markaðssetningu fyrirtækjanna að þau séu skráð rétt þarna, því langflestar Upplýsingamiðstöðvar á landinu nota handbækur og vef Ferðamálastofu við upplýsingagjöf. Eins eru upplýsingarnar þaðan nýttar í mörgum öðrum miðlum. 

Upplýsinga- og þróunarsvið Ferðamálastofu á Akureyri hefur umsjón með gagnagrunninum og hægt er að fá frekari upplýsingar í netfanginu upplysingar@icetourist.is. Sjá einnig á www.ferdamalastofa.is og www.visiticeland.com.