22/12/2024

Vegagerð við Grænanes stendur yfir


Vegagerð við norðanverðan botn Steingrímsfjarðar þokast áfram, en þar er verið að vinna að nýjum vegi. Vegstæðið er niðri í fjöru og úti í sjó, neðan við Grænanes og Stakkanes. Nýi vegurinn frá afleggjaranum að Geirmundarstöðum inn fyrir botn Steingrímsfjarðar að vegamótum við Djúpveg er 2,5 kílómetrar og að þessari vegagerð lokinni verður bundið slitlag milli Hólmavíkur og Drangsness. Vegagerðin samdi við Borgarverk ehf um verkið, en fyrirtækið átti næst lægsta boð í verkið. Vinnan er skammt á veg komin, þó er kominn vegarspotti út í sjó utan við Grænanes. Verklok eru ekki áætluð fyrr en 15. nóvember á næsta ári, þannig að nýja brúin yfir Staðará, sem er fullgerð, stendur því ónotuð enn um sinn.

Vegagerð

frettamyndir/2012/645-vegag4.jpg

Vegagerð á Strandavegi 643 – Ljósm. Jón Jónsson