04/10/2024

Tálgað í tré á Hólmavík


Strandamönnum og nærsveitungum stendur nú til boða að taka þátt í námskeiðinu Tálgað í tré sem kennt verður á Hólmavík á vegum Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða. Kennari er Ólafur Oddsson, en á námskeiðinu verður meðal annars fjallað um ýmsar íslenskar
viðartegundir, eiginleika þeirra og nýtingu. Kennd verður meðferð,
umhirða og beiting verkfæra. Þátttakendur læra að tálga nytjahluti og
skrautmuni úr efni sem almennt er kallað “garðaúrgangur” og fullgera
tálguhluti, þurrka, pússa og bera á. Námskeiðið er öllum opin sem vilja
læra hvernig hægt er að nota ferskan við úr skóginum, garðinum eða
sumarbústaðalandinu. Hraði og yfirferð miðast við getu og áhugasvið
hvers þátttakenda.


 

Námskeiðið verður kennt föstudaginn 26. október kl. 16:30 – 19:30 og 27. október kl. 9:00 – 16:00. Efnisgjald er innifalið í námskeiðsgjaldi sem er kr. 16.500.- Skráningarfrestur er til 22. okt. hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða.


Jón Jónsson á Broddanesi sagar rekadrumb