22/12/2024

Veðurspá og færð

Hálka er enn á vegum á Ströndum og eru menn hvattir til að fara að öllu með gát. Á vef Vegagerðarinnar kemur einnig fram að snjór sé á veginum frá Drangsnesi inn Bjarnarfjörð og þungfært sé í Árneshrepp. Skafrenningur sé á Bjarnarfjarðarhálsi og éljagangur á vegum sunnar í sýslunni.

Á veðurathugunarstöðinni í Litlu-Ávík á Árneshreppi var norðanátt kl. 6 í morgun, 15 m/s og snjóél og frostið mældist -2,4°. Veðurspá fyrir Strandir og Norðurland vestra næsta sólarhringinn gerir ráð fyrir norðan 8-13 m/s og éljum fram eftir degi, en norðvestan 3-8 seint í dag. Spáð er hægri austlægri átt seint í nótt. Frost er sagt verða 3 til 10 stig, kaldast í innsveitum.

Nýjustu upplýsingar um veður og færð hverju sinni má nálgast hér.