22/12/2024

Veðurblíða á Hólmavík

580-aprilmyndir7

Veðurblíðan á Ströndum er einstaklega mikil þessa dagana. Þegar jörð kemur undan snjó er að mörgu að hyggja, en þegar ljósmyndari strandir.saudfjarsetur.is kíkti út í góða veðrið á Hólmavík um hádegið var varla ský á himni. Heimamenn virtust taka því rólega, rétt eins og hvalurinn sem lék sér í sjónum skammt utan við höfn bæjarins. Þó er nóg um að vera í dag á Hólmavík, tónleikar í kirkjunni kl. 20:30 og 110 ára afmælisveisla KSH milli 15:30 og 17:30. Einnig kemur fram í fréttatilkynningu frá veitingastaðnum Café Riis að barinn verður opinn til 3:00 í nótt og tilvalið sé að fá sér svalandi drykk í tilefni blíðunnar.

580-aprilmyndir5

Veðurblíða í gamla bænum.

580-aprilmyndir6

Vorstemmning hjá fólki og dýrum. Þessir voru að horfa á hval leika sér á firðinum.

580-aprilmyndir4

Alfreð Gestur Símonarson fyllir tankinn á vélsleðanum. Nóg er enn af snjó á fjöllum.

580-aprilmyndir3

Friðrik Heiðar Vignisson (Pálssonar) vinnur við framræsingu á leysingavatni.

580-aprilmyndir2

Brynjar Freyr Arnarsson (Jónssonar) og Guðrún Júlíana Sigurðardóttir (Þorvaldssonar) að leik á skólavellinum.

580-aprilmyndir1

Það er ekki á hverjum degi sem Sambandsfáninn er dreginn að húni, en það er sannarlega vel við hæfi þegar haldið er upp á 110 ára afmæli Kaupfélagsins.

Ljósm. Arnar S. Jónsson