26/12/2024

Veður og færð

Færð á vegumÞað er umhleypingasamt á Ströndum þessa dagana. Veðurhorfur næsta sólarhring eru á þann veg að gert er ráð fyrir sunnan og suðvestan 13-18 m/s, en allt að 25 m/s nálægt hádegi. Lægir heldur í kvöld og nótt. Þá verður súld og rigning með köflum og hitinn verður á bilinu 3-10 stig. Utan venjulegra ófærðaleiða á Ströndum er hálka eða fljúgandi hálka á öllum vegum. Ökumenn eru því hvattir til að fara varlega og sýna fyllstu aðgát.