24/06/2024

Veður og færð

Færð á vegumVeðurspá fyrir næsta sólarhring er á þann veg að gert er ráð fyrir hægviðri og skýjuðu veðri. Hætt er við dálítilli snjókomu öðru hverju. Hægviðrið snýst síðan smám saman í suðvestan 8-13 m/s með rigningu eða slyddu síðdegis. Hlýnandi veður og hiti verður á bilinu 2 til 7 stig undir kvöld. Allir vegir á Ströndum eru færir, utan venjubundinnar ófærðar til Árneshrepps um Bjarnarfjarðarháls. Snjór er þó á vegi víðast hvar og sennilegt er því að krapi myndist í hlýindunum sem eiga að vera í dag.