Vegagerðin hefur nú sett upp skilti við Hrófá, við vegamót Djúpvegar nr. 61 og vegar nr. 68 suður Strandir. Skiltið sýnir veðráttu og vindhviður á Þröskuldum, hæsta hluta vegarins um Arnkötludal sem opnaður var fyrir tveimur árum og er mikil samgöngubót fyrir Strandamenn og gesti þeirra. Mun það í framtíðinni leiðbeina vegfarendum um valið á greiðfærustu leiðinni, en vegurinn suður Strandir hefur reynst vera opinn fleiri daga yfir háveturinn. Þar sem Arnkötludalsvegur liggur um Þröskulda nær hann hæst í 369 metra hæð yfir sjávarmál og það kemur fyrir að stórhríð eða snjór hamlar för um nýja veginn.
Til fróðleiks birtum við hér hæð fjallvega á Ströndum, Dölum og sunnanverðum Vestfjörðum yfir sjávarmál, en upplýsingar eru fengnar á vef Vegagerðarinnar: