22/12/2024

Veðraskilti við Hrófá

Vegagerðin hefur nú sett upp skilti við Hrófá, við vegamót Djúpvegar nr. 61 og vegar nr. 68 suður Strandir. Skiltið sýnir veðráttu og vindhviður á Þröskuldum, hæsta hluta vegarins um Arnkötludal sem opnaður var fyrir tveimur árum og er mikil samgöngubót fyrir Strandamenn og gesti þeirra. Mun það í framtíðinni leiðbeina vegfarendum um valið á greiðfærustu leiðinni, en vegurinn suður Strandir hefur reynst vera opinn fleiri daga yfir háveturinn. Þar sem Arnkötludalsvegur liggur um Þröskulda nær hann hæst í 369 metra hæð yfir sjávarmál og það kemur fyrir að stórhríð eða snjór hamlar för um nýja veginn.  


Til fróðleiks birtum við hér hæð fjallvega á Ströndum, Dölum og sunnanverðum Vestfjörðum yfir sjávarmál, en upplýsingar eru fengnar á vef Vegagerðarinnar:

  
Steingrímsfjarðarheiði 439 metrar yfir sjávarmáli
Kleifaheiði 404 metrar yfir sjó
Brattabrekka 402 metrar yfir sjó
Arnkötludalur 369 metrar yfir sjó
Hjallaháls 336 metrar yfir sjó
Klettsháls 332 metrar yfir sjó
Ennisháls 290 metrar yfir sjó
Veiðileysuháls 220 metrar yfir sjó
Svínadalur 220 metrar yfir sjó
Bjarnarfjarðarháls 180 metrar yfir sjó
Stikuháls 165 metrar yfir sjó
Ódrjúgsháls 160 metrar yfir sjó
 
 
Nýja skiltið við Hrófá – ljósm. Jón Jónsson