22/12/2024

Vatnslaust á Hólmavík

Vatnslaust er á Hólmavík þessa stundina og verður eitthvað áfram. Dæla bilaði í dælustöð með þessum afleiðingum og vatnið er búið úr vatnstankinum, en safnast síðan aftur upp eftir að starfsemi í rækjuverksmiðju Hólmadrangs stöðvaðist og kemst þá allt í samt lag innan skamms tíma. Hugsanlegt er að vatnsskortur verði aftur á morgun vegna bilunarinnar og eru menn því beðnir að fara sparlega með vatn á morgun.