14/09/2024

Þorrablót á Hólmavík laugardaginn 26. jan.

640-torri3
Árlegt þorrablót á Hólmavík verður haldið í Félagsheimilinu á Hólmavík 26. janúar næstkomandi. Í tilkynningu frá þorranefndinni sem að venju er skipuð vel völdum konum úr héraðinu kemur fram að á dagskrá verða frábær heimasamin skemmtiatriði þar sem gert er gys að mönnum og málefnum, matur frá Cafe Riis og ball með miklu stuði að borðhaldi loknu. Enn er hægt að fá miða og er áhugasömum bent á að hafa samband við Bryndísi Sveinsdóttur í síma 8471864.