22/12/2024

Vasagangan um helgina

640-skidi4

Á vef Héraðssambands Strandamanna segir frá því að vösk sveit frá Skíðafélagi Strandamanna er nú Svíþjóð og keppir í Vasagöngunni. Sjálf gangan fer fram á sunnudag, en fjölmargar skíðagöngur eru haldnar í vikunni. Í dag keppa Sigríður Jónsdóttir og Rósmundur Númason í Hálf-Vasa, en það er 45 km. ganga. Þau skíðuðu af stað um kl. 9:00 í morgun og er hægt að fylgjast með gengi þeirra á vef göngunnar og nota til þess tengla á vefsíðu Skíðafélags Strandamanna. Þegar er lokið keppni í UngdomsVasa. Þar kepptu þrír ungir Strandamenn og náðu frábærum árangri.

Branddís Ösp Ragnarsdóttir keppti í flokki 13-14 ára, en sá aldurshópur gengur 7 km. göngu. Branddís endaði í 24. sæti af 73 keppendum á tímanum 24:17. Stefán Snær Ragnarsson, bróðir Branddísar, keppti í flokki 11-12 ára og lauk keppni í 89. sæti af 170 keppendum á tímanum 20:51. Númi Leó Rósmundsson keppti einnig í flokki 13-14 ára og náði aldeilis frábærum árangri, lenti í 18. sæti af 82 keppendum á tímanum 20:20.

Þess má geta að krakkarnir af Ströndum voru einu íslensku keppendurnir í UngdomsVasa. kemur fram að þau hafi öll verið mjög ánægð með daginn, sól og blíða hafi leikið við þau og göngufæri afar gott.

.