30/10/2024

Varð í öðru sæti á Norðurlandamóti í klifri

Ljósmynd: Klifurhúsið.Strandamaðurinn Kjartan Jónsson, Íslandsmeistari í leiðsluklifri, varð um helgina í öðru sæti á Norðurlandamóti unglinga sem fór fram í Eskilstuna í Svíþjóð. Kjartan er Íslandsmeistari í 13-15 ára flokki drengja og keppti í flokki 14-15 ára drengja í Svíþjóð. Kjartan er sonur þeirra Herdísar Rósar Kjartansdóttur og Jóns Marinós Birgissonar. Yfir 100 keppendur tóku þátt í mótinu en Klifurfélag Reykjavíkur átti tvo fulltrúa, þá Kjartan og Andra Má Ómarsson sem varð í ellefta sæti á mótinu. Það var keppandi frá Svíþjóð sem bar sigur úr býtum í keppninni.

Ljósmynd: Klifurhúsið.