Björgunarsveitarmenn frá björgunarsveitinni Dagrenning á Hólmavík fóru á tveimur bílum í kvöld að aðstoða ökumann sem fest hafði bíl sinn á Steingrímsfjarðarheiði. Mjög slæmt veður er á heiðinni og Vegagerðin hafi varað fólki við að vera á ferð þar, en þjónustu var hætt klukkan 20:00. Norðanstormur er núna á Ströndum og á Vestfjörðum og nokkuð bætt í snjó. Færð á Holtavörðuheiði fór versnandi í kvöld og voru ökumenn smærri bíla varaðir við að leggja á heiðina.