22/11/2024

Vappaðu með mér Vala – í Gerðubergi

Í tilefni af útgáfu á geisladiskinum Vappaðu með mér Vala þar sem Ása Ketilsdóttir á Laugalandi við Djúp kveður, syngur og segir sögur, efnir menningarmiðstöðin Gerðuberg í Reykjavík til dagskrár henni til heiðurs. Fjölbreytt og skemmtileg atriði einkenna dagskrána sem verður haldin á laugardaginn 19. mars og stendur frá kl. 14-17. Þar verður m.a. kynningu Rósu Þorsteinsdóttur þjóðfræðings á kvæðakonunni Ásu, flutningi Ásu sjálfrar, tónlistar- og rímnaflutningi, kveðskap og dansatriði. Auk þess verður sett upp sýning á æskuteikningum Ásu.

Dagskráin er eftirfarandi:

Ása Ketilsdóttir kynnt af Rósu Þorsteinsdóttur
Steindór Andersen flytur rímur
Ása kynnir sýningu á æskuteikningum sínum 
       – Hlé –
Bára Grímsdóttir flytur tónlist
Börn úr Dalskóla sýna dans
Félagar úr Kvæðamannafélaginu Iðunni kveða til Ásu
Komdu nú að kveðast á

Kynnir er Skúli Gautason.

Dagskráin er haldin í samstarfi við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Kvæðamannafélagið Iðunni og Strandagaldur.