12/09/2024

Vann utanlandsferð

Agnes Magnúsdóttir á Hólmavík datt í lukkupottinn fyrir skemmstu þegar hún vann helgarferð til einhvers af áfangastöðum Iceland Express í ferðaleik KB Námsmanna. Elsa Sigurðardóttir hjá KB-banka afhenti Agnesi vinninginn sinn í gær, en alls fengu fimm námsmenn sem skráðir voru í þessa þjónustu slíkan vinning. Við óskum henni hjartanlega til hamingju með vinninginn.

Ljósm. Kristín S. Einarsdóttir