12/12/2024

Útvarp Hólmavík og kaffihús í skólanum

Þemavika hefur verið í fullum gangi í skólanum á Hólmavík alla þessa viku og eru margvíslegir hópar að störfum, m.a. lífstílshópur, íþróttahópur og útivistarhópur sem allir eru búnir að lenda í fjölbreyttum ævintýrum í vikunni. Útvarp Hólmavík sem Grunnskólinn hefur staðið fyrir hefur vakið mikla athygli, en hægt er að ná útsendingunni á FM 100,1. Í dag verður opið kaffihús í skólanum frá kl. 16-18 og sýning á afrakstri þemavikunnar og eru allir velkomnir.