22/12/2024

Útlit Orkubúshússins á Hólmavík tekur breytingum

Byggingar-, skipulags- og umferðarnefnd Strandabyggðar fundaði á dögunum og tók fyrir ýmsar umsóknir sem lágu fyrir. Í fundargerð kemur m.a. fram að verið er að breyta útliti Orkubúshússins á Skeiði og skipulagi þess. Nefndin sem venjulega er kölluð BUS samþykkti að ekki verði séð að stækkun glugga valdi neinum afgerandi breytingum á útliti hússins og samþykkti því breytingarnar og taldi einnig að nauðsynlegt væri að setja aðra flóttaleið af millilofti sem verið er að stækka, t.d. með þakglugga. Þá var ákveðið á fundi nefndarinnar að setja umferðarspegil við vegamótin á Höfðatúni, Víkurtúni og Lækjartúni.

Sveitarstjórn lagði síðan blessun sína yfir fundargerð nefndarinnar og staðfesti hana á fundi sínum.