11/09/2024

Útlit fyrir meiri kulda

Í dag eru allir vegir á Ströndum færir utan fjallvega, en veturinn er enn í nánd því úti er býsna kuldalegt og full ástæða til að tékka á því hvar húfan og vettlingarnir eru í hirslum heimila á Ströndum. Hálkublettir er á leiðinni norður í Árneshrepp og yfir Steingríms-fjarðarheiði. Þorskafjarðarheiði er fær, en þar er hált. Tröllatunguheiði er ófær, Steinadalsheiði er þungfær og hálkublettir eru á Holtavörðuheiði. Áfram verður kalsaveður á svæðinu, norðaustan 5-10 m/s, en 10-15 á annesjum í nótt og á morgun. Skýjað verður með köflum og hiti um frostmark. Að lokum má geta þess að langtímaspá Veðurstofunnar gerir ráð fyrir því að hann gangi í norðanátt með éljagangi eftir helgi.