22/12/2024

Útilegumaður á Ströndum

Ferðamenn láta sjá sig á öllum árstímum á Ströndum, en tjaldútilegur er þó yfirleitt bundnar við sumarið. Nú í svartasta skammdeginu fengu Hólmvíkingar þó útilegumann í heimsókn sem tjaldaði og gisti í tvær nætur í snjóskafli við vegamótin inn í þorpið. Þar var á ferðinni ungur Norðmaður, Joachim Mathisen sem er 26 ára. Hann er þaulvanur útivist og vosbúð, en sagðist hafa lent í vandræðum með prímusana sína og einnig hefði súla í tjaldinu gefið eftir undan snjónum. Joachim er frá Bergen í Noregi, og heimsækir Reykjavík og Strandir í þessari ferð sinni til Íslands.  

Joachim var ánægður með ferðina, en var dálítið undrandi á því að ekki væri gert meira út á gistingu í fjallakofum í ferðaþjónustu á Íslandi, eins og vinsælt er í Noregi.

Útilegumaður

frettamyndir/2011/640-utilegumadur1.jpg

Útilegumaðurinn Joachim Mathisen með sleðann sinn og tjaldið – ljósm. Jón Jónsson