22/12/2024

Úthlutað úr Þjóðhátíðarsjóði

Lokið er úthlutun styrkja úr Þjóðhátíðarsjóði vegna ársins 2008 og fengu 55 verkefni styrki. Tilgangur sjóðsins er að veita styrkja verkefni hjá þeim aðilum sem vinna að varðveislu og vernd menningarverðmæta sem núverandi kynslóð hefur tekið í arf. Hæstu styrkir voru milljón og voru tvö verkefni á Vestfjörðum í hópnum sem fékk þá upphæð, Ljósmyndasafnið á Ísafirði og Minjasafn Egils Ólafssonar. Eitt verkefni á Ströndum fékk styrk að upphæð 300 þús. Það er verkefnið Söfnun, varðveisla og miðlun á fróðleik um búskap á Ströndum frá tæknibyltingunni á fyrri hluta 20. aldar fram til dagsins í dag, sem Sauðfjársetur á Ströndum stendur fyrir.