30/10/2024

Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla

Atkvæðagreiðsla utan kjörstaða vegna kosningar um sameiningu sveitarfélaga hefst næsta laugardag. Þá geta þeir sem eru á kjörskrá í sveitarfélögum sem lagt er til að sameinist kosið utan kjörfundar hjá sýslumönnum um land allt, í sendiráðum, hjá fastanefndum hjá alþjóðastofnunum og ræðismönnum Íslands. Á Ströndum er kosið um sameiningu Bæjarhrepps og Húnaþings vestra og má nálgast kynningarefni um sameininguna og áhrif hennar frá þar til skipaðri nefnd heimamanna á vefslóðinni www.hunathing.is. Eins verður kosið um sameiningu Árneshrepps, Kaldrananeshrepps, Broddaneshrepps og Hólmavíkurhrepps í eitt sveitarfélag, en ritstjórn strandir.saudfjarsetur.is hefur engar spurnir haft af kynningarefni frá samstarfsnefnd þessara sveitarfélaga. Kosningin sjálf fer fram eftir nákvæmlega tvo mánuði, þann 8. október.


Tilkynningu félagsmálaráðuneytis um utankjörfundaratkvæðagreiðsluna vegna sameiningarkosninganna 8. október, er að finna á síðu ráðuneytisins.