05/11/2024

Úrslit stóru upplestrarkeppninnar á Ströndum

Í dag var Stóra Upplestrarkeppnin haldin með pompi og prakt í Félagsheimilinu á Hólmavík. Sjö keppendur frá Grunnskólanum á Hólmavík og einn nemandi frá Grunnskólanum á Borðeyri kepptu til úrslita. Keppnin hefst ár hvert á degi íslenskrar tungu og lýkur með því að valdir eru þrír bestu upplesarar í hverju byggðarlagi. Markmið upplestrarkeppni í 7. bekk grunnskóla er að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði. Það var Ingibjörg Emilsdóttir umsjónarkennari 7. bekkjar á Hólmavík sem sá um skipulag og framkvæmd keppninnar í ár en hún, ásamt Hildi Guðjónsdóttur kennara í tjáningu, þjálfaði keppendur frá Hólmavík en Katrín Kristjánsdóttir keppanda frá Borðeyri.

Keppendur lásu sögubrot eftir Jón Sveinsson, ljóð eftir Stein Steinarr og ljóð að eigin vali. Sigurvegarar þetta árið voru Arnór Jónsson í 1. sæti, Dagrún Kristinsdóttir í 2. sæti og Jakob Ingi Sverrisson í 3. sæti og eru þau öll nemendur í Grunnskólanum á Hólmavík. Sigurvegararnir hlutu veglegar peningjagjafir að launum frá Sparisjóðnum og einnig fengu allir keppendur viðurkenningaskjöl og bók að gjöf fyrir þátttöku. Dómarar í keppninni voru Þórður Helgason, Baldur Sigurðsson, Jóhanna Ása Einarsdóttir og Matthías Lýðsson. Góðir foreldrar keppenda sáu um kaffiveitingar í hléi og stúlknahljómsveit frá Tónskólanum á Hólmavík flutti tónlistaratriði.

A

Baldur Sigurðsson dósent í íslensku við Kennaraháskóla Íslands.

Keppendur í ár voru; frá vinstri Arnór Jónsson, Benedikt Almar Bjarkason, Dagrún Kristinsdóttir, Darri Hrannar Björnsson, Emil Sigurbjörnsson, Gunnhildur Thelma Rósmundsdóttir, Jakob Ingi Sverrisson og Unnur Jóhannsdóttir.

frettamyndir/2008/580-lestrarkeppni5.jpg

Arnór Jónsson frá Kirkjubóli, sigurvegari keppninnar í ár, var ánægður með vegleg verðlaun og sigurinn.

frettamyndir/2008/580-lestrarkeppni1.jpg

Stúlknahljómsveitin frá Tónskólanum á Hólmavík var skipuð þeim Dagrúnu Ósk Jónsdóttur, Sylvíu Bjarkadóttur, Silju Ingólfsdóttur, Guðbjörgu Júlíu Magnúsdóttur og Önnu Lenu Victorsdóttur.

frettamyndir/2008/580-lestrarkeppni2.jpg

Ingibjörg Emilsdóttir alsæl með nemendur sína í 7. bekk í Grunnskólanum á Hólmavík sem lentu í fyrstu þremur sætunum. Frá vinstri Dagrún Kristinsdóttir, Arnór Jónsson og Jakob Ingi Sverrisson.

Ljósm. Hildur Guðjónsdóttir.