22/12/2024

Úrsagnir úr Framsóknarflokknum

Rúv.is greinir frá því að um 100 manns hafi sagt sig úr Framsóknarflokknum í Norðvesturkjördæmi eftir prófkjör á dögunum, þar sem Kristinn H. Gunnarsson beið lægri hlut fyrir Magnúsi Stefánssyni í baráttunni um efsta sæti listans. Framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, Sigurður Eyþórsson, segir að langflestir úr þessum 100 manna hópi séu af Vestfjörðum. Úrsagnirnar virðast þó ekki bundnar við Vestfirði því t.d. á Akranesi virðist sumir flokksmenn farnir að hugsa sér til hreyfings.


Kristinn H. Gunnarsson hefur ekki gefið endanlegt svar um hvort hann taki þriðja sætið á lista Framsóknarmanna.