10/12/2024

Unnið í námsveri og Þróunarsetri

Síðustu daga hafa starfsmenn Strandabyggðar unnið af kappi við að gera klárt fyrir Þróunarsetur og námsver í gamla Kaupfélagshúsinu á Hólmavík – að Höfðagötu 3. Einar, Sigurður Marinó og Hermann voru þar í dag, en verið er að henda út teppum og gera klárt fyrir dúklagningu, spartla og mála. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is fylgist spenntur með enda hyggst hann setjast að á einni skrifstofunni þegar allt verður klárt. Væntanlega er ekki minni eftirvænting hjá námsmönnum sem hyggjast nýta sér ró og næði í námsverinu, því sífellt fjölgar þeim sem stunda fjarnám á staðnum og erfitt getur reynst að stunda slíkt af kappi á horninu á eldhúsborðinu heima.

bottom

Unnið í einni skrifstofunni á annarri hæð, en rými er fyrir allt að 7 skrifstofur

frettamyndir/2007/580-throun2.jpg

Einar og Siggi Marri gera námsverið klárt, en það verður á efstu hæðinni – ljósm. Jón Jónsson