22/12/2024

Unnið að uppfærslu á gagnagrunni Ferðamálastofu

SædísinNú er komin á fullt skrið vinna við að uppfæra gagnagrunn og handbók Ferðamálastofu og yfirlit um starfandi ferðaþjóna í landinu fyrir næsta ár. Því eru ferðaþjónar beðnir um að líta yfir sínar skráningar á vefnum www.visiticeland.com og láta síðan Ferðamálastofu vita í upplysingar@icetourist.is ef eitthvað vantar, þarf að leiðrétta eða má taka út. Ef að upplýsingar um einstaka ferðaþjóna vantar í grunninn er mjög mikilvægt að láta vita, en forsenda skráningar í grunninn er að aðilar hafi sín leyfismál í lagi og framvísa þarf afriti af rekstrarleyfi þar sem það á við.