22/11/2024

Unnið að tengingu þriggja fasa jarðstrengs

Straumlaust hefur verið í sveitunum sunnan Hólmavíkur og allt suður í Bitrufjörð í morgun meðan unnið hefur verið að tengingu á þriggja fasa jarðstreng sem leysir línuna af hólmi fyrstu kílómetrana suður sýslu. Strengurinn nær frá Víðidalsá að Húsavík og er þá orðinn möguleiki á að tengjast þriggja fasa rafmagni að Miðdal í Tungusveit. Vonast er til að hægt verði að halda áfram að þrífasa sveitirnar á Ströndum á næsta ári, en aðgangur að slíkri tengingu er forsenda fyrir margvíslegum atvinnurekstri í dreifbýlinu. Tíðindamaður strandir.saudfjarsetur.is smellti af nokkrum myndum í morgun.

bottom

Unnið að tengingu við Húsavík, þaðan lá þegar 3fasa jarðstrengur út fyrir Miðdalsá

frettamyndir/2008/580-3fas2.jpg

Afleggjarinn heim að Tröllatungu endurnýjaður – ljósm. Jón Jónsson