22/11/2024

Umsóknir um byggðakvóta

Höfnin á HólmavíkSjávarútvegsráðuneytið hefur fallist á tillögur hreppsnefndar Hólmavíkurhrepps um úthlutunarreglur vegna byggðakvóta en þær eru eftirfarandi:
 
"Úthluta skal til báta/skipa sem heimahöfn eiga á Hólmavík, landa aflanum í sinni heimahöfn og eigendur skráðir með búsetu í Hólmavíkurhreppi og eru enn skráðir þar þegar auglýstur umsóknarfrestur rennur út og hafi haft atvinnu af fiskveiðum og eða fiskvinnslu s.l. fiskveiðiár.  Ekki koma til greina þær útgerðir sem leigt eða selt hafa kvóta frá sér á síðasta fiskveiðiári eða landað hafa utan heimahafnar nema um sjóskaða hafi verið að ræða eða stórkostlega vélarbilun.  Úthlutunin skal vera jöfn milli allra þeirra sem úthlutun fá en ekki hlutfallsleg."

 
Í ljósi þessa auglýsir hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps eftir umsóknum um byggðakvóta fiskveiðiársins 2004-2005 sem er 69 tn. í þorskígildum talið.  Umsóknir skulu berast fyrir kl. 12:00 á skrifstofu Hólmavíkurhrepps þann 11. mars 2005.  Hreppsnefnd mun síðan ákveða endanlega skiptingu aflaheimilda milli einstakra skipa á fundi þann 15. mars og senda til ráðherra til samþykktar.  Allar nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri á skrifstofu Hólmavíkurhepps í síma 451-3510.