Fiskistofa hefur auglýst eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir ýmis byggðalög, þar á meðal Strandabyggð og Árneshrepp skv. reglugerð nr. 641/2016 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2016-2017. Vísað er til sérstakra reglna sem settar hafa verið af sveitarstjórnum í þessum sveitarfélögum og auglýstar hafa verið í stjórnartíðindum. Umsóknarfrestur um úthlutun þessara styrkja í formi byggðakvóta til útgerðanna er til 2. janúar 2017. Umsóknum skal skilað til Fiskistofu.