08/10/2024

Jólastund í Sævangi

æfing

Agnes Jónsdóttir, Sylvía Rós Bjarkadóttir og Dagrún Ósk Jónsdóttir standa fyrir notalegri jólastund á Sauðfjársetrinu í dag, laugardaginn 20. desember. Öll innkoma kvöldsins rennur beint til neyðarhjálpar Unicef gegn ebólu faraldrinum. Það kostar 1500 kr. fyrir 17 ára og eldri, 500 kr. fyrir 6 – 16 ára og frítt fyrir yngri. Húsið opnar klukkan 19:30 og stuðið hefst klukkan 20:00. Nóg verður um að vera, söngur, ljóðalestur og spjall um jólasveina. Fram koma: Kristín Lilja Sverrisdóttir, Elísa Mjöll Sigurðardóttir og Harpa Óskardóttir, Guðjón Hraunberg, Dagrún Ósk, Agnes Jónsdóttir og Sylvía Rós Bjarkadóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Íris Jóhannsdóttir og Sólrún Ósk Pálsdóttir. Einnig verður smá jólabingó, heitt súkkulaði, piparkökur og gómsætar mandarínur. Myndin er tekin á æfingu í dag.