22/12/2024

Umhverfismál og frítt í sund á Degi barnsins

Heiti potturinn á HólmavíkNú er hver að verða síðastur að tilnefna fyrirtæki, heimili og sveitabæ til umhverfisviðurkenninga, sem Umhverfisnefnd Strandabyggðar hyggst veita þann 17. júní. Hægt er að senda tilnefningar undir þessum tengli til sunnudags. Um helgina verður svo heilmikið umhverfisátak á vegum Strandabyggðar þar sem íbúar eru hvattir til að taka til hendinni og hreinsa umhverfið í samvinnu hver við annan og starfsmenn hreppsins. Á sunnudag er svo tilvalið að allir skelli sér í sund í Íþróttamiðstöðinni Hólmavík á Degi barnsins, en í tilefni hans hefur Strandabyggð ákveðið að bjóða börnum og fjölskyldum þeirra í sund án endurgjalds. Opið verður frá kl. 14.00-19.00.