25/12/2024

Um vetrarvegi

320-hafdis_sturlaugsdottirAðsend grein: Hafdís Sturlaugsdóttir
Það er eflaust að bera í bakkafullan lækinn að ræða um þjónustu Vegagerðarinnar á vegi 61 til Hólmavíkur. Nú að undanförnu hefur tíðin verið frekar risjótt og því mikið mætt á Vegagerðinni, bæði við snjómokstur og hálkuvarnir.

Það hefur vakið eftirtekt að vetrarvegir (hjáleiðir) á milli Húsavíkur og Hrófár hafa ekki verið hreinsaðir. Fáfróðir töldu að þessir vetrarvegir væru fyrir vegfarendur þegar aðalleiðin væri ófær og því nauðsynlegt að snjó væri ekki rutt upp á þessa vegi. Oft hafa skörð við þessa vetrarvegi verið einu ófæru kaflarnir úr Tungusveit til Hólmavíkur, og nú eftir vegabætur líklega úr Kollafirði. Þegar leitað var eftir hverju það sætti að snjó væri rutt upp á vegina, en ekki af þeim, kom fram, í samtali við Jón Hörð Elíasson rekstarstjóra Vegagerðarinnar á Hólmavík, að þessir vetrarvegir væru aðeins mokaðir þegar að Vegagerðin treysti sér ekki lengur til að halda aðalleiðinni opinni, á þjónustutíma sínum. Þá vitum við það!

Hafdís Sturlaugsdóttir, Húsavík