22/12/2024

Um 220 manns mættu á Furðuleika á Ströndum

Furðuleikar Sauðfjársetursins á Ströndum eru venjulega lokaviðburður bæjarhátíðarinnar Hamingjudaga á Hólmavík sem haldnir voru um síðustu helgi. Þá er standandi kaffihlaðborð á boðstólum allan daginn og úti á velli leika börn og fullorðnir sér saman í ýmsum skringilegum  og skemmtilegum leikjum sem allir hafa gaman af að taka þátt í og horfa á. Þannig skemmta kynslóðirnar sér saman, efla hamingjuna og skapa skemmtilegar minningar. Í ár voru keppnis- og sýningargreinarnar Stígvélakast, Öskur, Trjónufótbolti, Glasaburður, Spin-it to Win-it og Sokkabuxnakeila. Aðsókn var góð og stöldruðu um 220 manns við í Sævangi yfir daginn.

Furðuleikar á Ströndum – Ljósm. Dagrún Ósk Jónsdóttir