22/12/2024

Tvöföld skírn á Drangsnesi

JólaljósinFjölmenni var við guðsþjónustu í Drangsneskapellu í dag, jóladag. Við athöfnina voru tvö börn borin til skírnar. Sigurbjörg Halldóra Halldórsdóttir dóttir þeirra Aðalbjargar Óskarsdóttur og Halldórs Loga Friðgeirssonar og Jón Anton Lee Farley sonur Önnu Heiðu Jónsdóttur og Darren Lee Farley. Að athöfn lokinni var öllum boðið til skírnarveislu í samkomuhúsinu Baldri.

Myndirnar sem hér fylgja tók Jenný Jensdóttir á Drangsnesi.

Jón Anton Lee með foreldrum sínum,  Darren Farley og Önnu Heiðu.

Sigurbjörg Halldóra með foreldrum sínum, Halldóri Loga og Aðalbjörgu.