14/09/2024

Jóladagsveðrið

Veður á jóladagNú þegar klukkan er að verða 12 á hádegi á jóladag er hæglætisveður við Steingrímsfjörð á Ströndum. Á Ennishálsi er samkvæmt vef Vegagerðarinnar kl. 11:20 norðvestan 9 m/s og fimm stiga frost. Klukkan 9 í morgun var hins vegar 15 m/s úr norðnorðvestri í Litlu Ávík í Árneshreppi. Veðurspáin fram á morgundaginn segir að það lægi og létti til síðdegis og frost verði 1-10 stig. Suðaustan 10-15 m/s í nótt og snjókoma, en suðvestan 10-15 m/s í fyrramálið og slydduél. Hlýnandi, hiti kringum frostmark á morgun.