30/10/2024

Trúbadortónleikar á Galdraloftinu í kvöld

Svavar Knútur verður með tónleika á Galdraloftinu á Hólmavík í kvöld og hefjast kl. 20:00.
Þetta er í annað sinn sem Svavar Knútur spilar á Galdraloftinu en hann var
einnig á ferð á liðnu sumri ásamt áströlskum kollegum sínum og gerði mikla
lukku. Galdraloftið var tekið í notkun sem slíkt sumarið 2007 sem sagnaleikhús
og allar götur síðan hafa verið hverskyns viðburðir þar í boði. Í vetur hefur
verið lögð áhersla á barnasamkomur á sunnudögum sem hafa verið vel sóttar. Á
komandi sumri verður brúðuleikhús á fjölum Galdraloftsins sem verður nánar
greint frá síðar. Galdraloftið er lítill salur sem tekur um 30 manns í sæti og
hentar því mjög vel fyrir smærri samkomur. Tónleikar Svavar Knúts hefjast kl. 20:00 eins og fyrr segir og aðgangseyrir er 1500 krónur.

 


Svavar Knútur