22/12/2024

Tröllatunguheiði fær öllum bílum

Merkingum á vef Vegagerðarinnar hefur nú verið breytt þannig að Tröllatunguheiði er merkt fær öllum bílum og sama gildir um Þorskafjarðarheiði, þar sem fjórhjóladrifsmerkið var tekið út fyrir nokkrum dögum eftir að vegirnir höfðu þornað eftir moksturinn. Steinadalsheiði sem liggur milli Kollafjarðar og Gilsfjarðar og er lægst þessara sumarvega er hins vegar lokuð ennþá, en töluverðar skemmdir höfðu orðið á veginum í vetur vegna vatnavaxta.