23/12/2024

Torfærukeppni á Blönduósi

Núna næstkomandi laugardag, þann 20. ágúst, verður torfærukeppni í gryfjunum á Blönduósi. Þetta er síðasta keppni sumarsins í Íslandsmeistaramótinu í torfæru. Keppninn hefst klukkan 13:00 og er aðgangseyririnn 1500 krónur, en 1000 krónur fyrir meðlimi Torfæruklúbbsins. Strandamaðurinn Daníel Ingimundarson á Hólmavík tekur þátt í keppninni á bílnum sínum The green thunder og við óskum honum góðs gengis.

Hér er kynningarmyndband fyrir torfæruna á laugardaginn: http://www.youtube.com/watch?v=S9C3DP1NBh0&feature=player_embedded