22/12/2024

Tónlistarveisla á Hólmavík í kvöld

{mosvideo xsrc="trubadorar2" align="right"}Í kvöld troða þrír trúbadorar upp á Galdraloftinu á Hólmavík kl. 20:30. Þau eru hluti af Ólympíuleikjum trúbadora, alþjóðlegu tónlistarverkefni sem Svavar Knútur og Peter Ühlenbruch standa fyrir. Þeir koma báðir fram í kvöld ásamt Sam Burke, landa Peters, en þau koma alla leið frá Ástralíu. Meðfylgjandi er tónlistarmyndband sem tekið var á Galdraloftinu á sunnudaginn var þegar þau áttu leið í gegnum Hólmavík.  Þau spiluðu í Djúpavík á sunnudaginn við mikinn fögnuð.


.