22/12/2024

Tónleikar og pizzur á Café Riis

Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is minnir á tónleika á Café Riis í kvöld þar sem Íris Björg Guðbjartsdóttir mun spila og syngja lögin af disknum sínum Mjúkar hendur. Sérstakur gestasöngvari með henni verður Barbara Ósk Guðbjartsdóttir bóndi í Miðhúsum sem syngur með henni í nokkrum lögum. Tónleikarnir byrja kl 20:00 og kostar 1000 krónur inn en einnig verður hægt að kaupa diskinn á kr. 2.000.- Ekki er posi á tónleikunum. Einnig verður opið á Café Riis og pizzur á boðstólum frá 18:00-20:00.