22/12/2024

Tónleikar Guitar Islancio á Café Riis í kvöld

Tríóið Guitar Islancio heldur tónleika á
Café Riis á Hólmavík í kvöld, miðvikudaginn 8. október kl. 20:30. Tróið Guitar Islancio skipa
Gunnar Þórðarson og Björn Thoroddsen sem leika á gítar og Jón
Rafnsson sem spilar á kontrabassa. Á tónleikunum mun tríóið leika íslensk
þjóðlög auk laga eftir Gunnar Þórðarson, Björn Thoroddsen o.fl. Aðgangseyrir er kr. 1.500.- Tríóið mun svo spila í Grunnskólanum á Hólmavík kl. 11.00  á morgun og þar munu nemendur frá
Drangsnesi og Finnbogastöðum einnig hlýða á tríóið ásamt nemendum Hólmavíkurskóla.