30/04/2024

Klippt á borða í Hrútafirði

Tveir vegamálastjórar - Jón og HreinnKlippt var á borða við hátíðlega athöfn við nýja brú yfir Hrútafjarðará í gær, þar sem nýr vegur hefur verið lagður og opnaður um botn Hrútafjarðar. Færist veglína hringvegarins inn á nýja veginn og vegamótin norður á Strandir eru nú fjórum kílómetrum norðar en áður. Við þessa breytingu færist síðasta einbreiða brúin á hringveginum milli Reykjavíkur og Akureyrar út fyrir hann og er leiðin yfir einbreiðu brúna á Síká nú innansveitarvegur. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is var á staðnum og smellti af nokkrum myndum. Brúarskáli og Staðarskáli hafa einnig vikið fyrir nýjum söluskála með nafni Staðarskála við vegamótin í botni fjarðarins.

Jón og Hreinn

Tvíbreið brú yfir Hrútafjarðará kemur í stað gamallar brúar yfir Hrútafjarðará og einbreiðu brúna yfir Síká sem báðar voru slysastaðir

Góðkunningjar Strandamanna – Sturla Böðvarsson ásamt Bjarna Stefánssyni sýslumanni og lögreglustjóra á Blönduósi

frettamyndir/2008/580-hrutafjbotn5.jpg

Hátíðleg stund – vegalagning í Hrútafjarðarbotni var kannski ekki stórkostleg vegarframkvæmd í sjálfu sér miðað við margar aðrar, en leiðinda slysastaðir færast út fyrir hringveginn

frettamyndir/2008/580-hrutafjbotn3.jpg

Fjölmenni var mætt á staðinn og viðstatt athöfnina

frettamyndir/2008/580-hrutafjbotn2.jpg

Tveir vegamálastjórar klipptu á borðann – Jón Rögnvaldsson fv. vegamálastjóri og Hreinn Haraldsson núverandi vegamálastjóri

Ljósm. Matthías Lýðsson