Fjáröflunartónleikar félagsmiðstöðvarinnar Ozon og nemendafélags Grunnskólans verða haldnir í Félagsheimilinu á Hólmavík miðvikudaginn 11. maí kl. 19:30 og verður mikið um dýrðir. Þar stíga á stokk hljóðfærasnillingar úr Tónskólanum auk frábærra söngvara á öllum aldri. Fjöldi slagara er á efnisskránni og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Sjoppa verður á staðnum. Aðgangseyrir er aðeins kr. 1.000.- fyrir fullorðna, 500 krónur fyrir 6-16 ára og frítt fyrir yngri. Í tilkynningu kemur fram að enginn megi missa af þessari frábæru skemmtun sem styður við félagslíf allra krakka í Grunnskólanum á Hólmavík.