22/12/2024

Tónaflóð í Bragganum

640-tonaflod7
Tónaflóð, sem eru fjáröflunartónleikar nemendafélags Grunnskólans á Hólmavík og félagsmiðstöðvarinnar Ozon, verða haldnir í Bragganum á Hólmavík að þessu sinni. Tónleikarnir verða haldnir miðvikudaginn 13. mars og hefjast kl. 19:00. Þar munu hljómsveitir skipaðar nemendum úr 5.-10. bekk spila valda slagara ásamt hinum og þessum söngvurum sem jafnan setja mikinn svip á viðburðinn. Allir eru hjartanlega velkomnir á þessa skemmtilegu uppákomu þar sem unga fólkið lætur ljós sitt skína.