Fyrstu farfuglarnir eru farnir að láta sjá sig við Steingrímsfjörð. Einkennisfugl Færeyja, Tjaldurinn, er kominn og búinn að jafna sig eftir ferðalagið því hann er byrjaður að hrópa og kalla í fjörunni. Fregnir hafa borist af þessum háværa farfugli á Bassastöðum þann 19. mars og Kirkjubóli 20. mars og hann lét svo sjá sig í Skeljavíkinni sunnan við Hólmavík í gær. Þetta er svipaður tími og síðustu ár. Vorið er greinilega í nánd.
Tjaldurinn í Skeljavíkinni – ljósm. Júlla og Villi á Hólmavík