22/12/2024

Tippleikstjóri í lukkupottinum

Í ljós kom að stjórnandi tippleiksins hér á strandir.saudfjarsetur.is hafði dottið í lukkupottinn þegar úrslitin í leikjum dagsins og getraunaseðillinn lá ljós fyrir. Kom þá í ljós að Arnar S. Jónsson var annar af tveimur Íslendingum sem hafði 13 leiki rétta á getraunaseðlinum og vinnur rúmlega 400 þúsund í vinning. Virðist hann hafa lært töluvert af hinum getspöku giskurum sem hann stjórnar í viku hverri hér á vefnum og eru vanir að fá samtals í kringum 8-12 rétta. Töluvert var um óvænt úrslit í enska bikarnum í dag sem féllu svona ljómandi vel að ranghugmyndum Arnars um fótbolta.

Þannig náði Coventry jafntefli gegn Middlesboro, Bolton vann Arsenal, Chelsea náði ekki að leggja Everton, Brentford hafði betur gegn úrvalsdeildarliðinu Sunderland og Colchester sigraði Derby.

Telja má víst að Arnar fari langt með að klára vinninginn við margvísleg fagnaðarlæti um helgina.