22/12/2024

Tímamótauppgötvun

Vísindamenn sem starfa við sjónvarpsþátt á Discovery Channel hafa nú fundið lausn á því leiðinda vandamáli að þegar maður missir brauðsneið lendir smurða hliðin iðulega niður og klessist við gólfið. Lausnin er að smyrja brauðsneiðina þéttingsfast og hratt þannig að lægð komi í sneiðinni. Þetta verður til þess að hún lendir á réttri hlið þegar hún dettur í gólfið. Geta því allir unnendur góðra kaffiboða tekið gleði sína að nýju. Vefur Morgunblaðsins greindi frá þessum tímamótaviðburði og hafði eftir Ananova.