22/12/2024

Tilkynning um vatnslokun

Í tilkynningu frá skrifstofu Strandabyggðar kemur fram að vatnslaust verður í hluta þorpsins á Hólmavík í dag vegna viðgerða. Á þetta við um nýjasta hverfi bæjarins – Austurtún, Miðtún, Höfðatún, Lækjartún, Vesturtún, Víkurtún og að Hafnarbraut 1 (Sýslumannshúsinu). Lokað verður fyrir vatnið á milli kl. 12-15.