22/12/2024

Tilboð opnuð í veg um Hrútafjarðarbotn

Í dag voru opnuð tilboð í vegagerð í Hrútafjarðarbotni þar sem hringvegurinn verður færður til, þannig að leiðin milli Stranda og Húnaþings styttist um 8,5 kílómetra og vegamót Djúpvegar nr. 61 og Hringvegarins færast niður í fjarðarbotninn. Eins og komið hefur fram verður í tengslum við þessa breytingu byggður nýr Staðarskáli við nýju vegamótin, en Brúarskáli mun heyra sögunni til því vegur mun liggja yfir staðinn þar sem skálinn stendur nú. Átta tilboð bárust, en lægsta boð í veginn áttu Skagfirskir verktakar hf eða rúmar 163,2 milljónir. Kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar hljóðaði upp á tæpar 218,6 milljónir.

Samkvæmt útboðinu skal útlögn klæðingar lokið fyrir 15. september 2008 og verkinu í heild fyrir 1. nóvember 2008.

Tilboð voru sem hér segir (heimild: www.vegagerdin.is):

Bjóðandi

Tilboð kr.

Hlutfall

Frávik þús.kr.

Háfell ehf 319.833.120 146,3 156.584
Héraðsverk ehf 262.925.381 120,3 99.676
Áætlaður verktakakostnaður 218.590.549 100,0 55.341
Borgarverk ehf 196.787.000 90,0 33.537
Árni Helgason 192.403.800 88,0 29.154
KNH ehf 175.661.182 80,4 12.412
Suðurverk hf 173.591.376 79,4 10.342
Sigurjón Hjartarson 166.893.200 76,3 3.644
Skagfirskir verktakar hf 163.249.550 74,7 0