22/12/2024

Tilboð í veginn um Arnkötludal opnuð

Verktakafyrirtækið Ingileifur Jónsson ehf átti lægsta boð í vegagerð um Arnkötludal, sem tengir saman Reykhólasveit og Steingrímsfjörð. Boðið hljóðaði upp á tæpar 662 milljónir og er 76,5% af áætluðum verktakakostnaði Vegagerðarinnar sem er upp á tæpar 866 milljónir. Átta tilboð bárust í verkið og var Ístak með hæsta boðið upp á 879 milljónir rúmar. Verkinu á að ljúka í september 2009.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Ístak hf 879.435.092 101,6 217.566
Héraðsverk ehf 874.675.903 101,0 212.807
Áætlaður verktakakostnaður 865.600.000 100,0 203.731
Háfell ehf 835.735.500 96,5 173.866
ÍAV hf 797.630.868 92,1 135.762
Suðurverk hf 777.630.900 89,8 115.762
K.N.H. Ehf 697.077.777 80,5 35.208
Klæðning ehf 696.000.000 80,4 34.131
Ingileifur Jónsson ehf 661.869.300 76,5 0