Verktakafyrirtækið Ingileifur Jónsson ehf átti lægsta boð í vegagerð um Arnkötludal, sem tengir saman Reykhólasveit og Steingrímsfjörð. Boðið hljóðaði upp á tæpar 662 milljónir og er 76,5% af áætluðum verktakakostnaði Vegagerðarinnar sem er upp á tæpar 866 milljónir. Átta tilboð bárust í verkið og var Ístak með hæsta boðið upp á 879 milljónir rúmar. Verkinu á að ljúka í september 2009.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik þús.kr. |
Ístak hf | 879.435.092 | 101,6 | 217.566 |
Héraðsverk ehf | 874.675.903 | 101,0 | 212.807 |
Áætlaður verktakakostnaður | 865.600.000 | 100,0 | 203.731 |
Háfell ehf | 835.735.500 | 96,5 | 173.866 |
ÍAV hf | 797.630.868 | 92,1 | 135.762 |
Suðurverk hf | 777.630.900 | 89,8 | 115.762 |
K.N.H. Ehf | 697.077.777 | 80,5 | 35.208 |
Klæðning ehf | 696.000.000 | 80,4 | 34.131 |
Ingileifur Jónsson ehf | 661.869.300 | 76,5 | 0 |