Á dögunum voru opnuð tilboð í gerð grjótvarnar á Hólmavík og er birt yfirlit yfir tilboðin á vefsíðu Siglingamálastofunar – www.sigling.is. Verkið ber heitið Hólmavík, grjótvörn í vesturkant stálþilsbryggju og voru tilboðin opnuð samtímis á skrifstofum Siglingastofnunar og Strandabyggðar. Lægsta boð átti fyrirtækið P.G. vélar ehf í Reykjavík og hljóðaði það upp á rúmar 8 milljónir. Kostnaðaráætlun verkkaupa var rúmar 13,8 milljónir. Yfirlit um tilboðin má sjá hér að neðan:
Tilboðsgjafar og tilboðsupphæð:
Klöpp ehf. – 16.764.000.-
Borgarverk ehf. – 15.310.000.-
Þróttur ehf. – 13.916.000.-
Kostnaðaráætlun verkkaupa – 13.837.000.-
I. E. verktakar – 11.792.500.-
Arnartak ehf. – 11.444.000.-
Jósteinn Guðmundsson ehf. – 10.999.640.-
Norðurtak ehf. – 10.438.000.-
KNH ehf. – 9.557.000.-
Víðimelsbræður ehf. – 9.956.500.-
Ingileifur Jónsson ehf. – 8.151.500.-
P.G. vélar ehf. – 8.027.000.-